Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. desember 2015 16:45
Magnús Már Einarsson
Zlatan inn fyrir Viðar?
Á leið til Kína?
Á leið til Kína?
Mynd: Getty Images
Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty er tilbúið að eyða háum fjárhæðum til að fá Zlatan Ibrahimovic frá PSG.

Hinn 34 ára gamli Zlatan verður samningslaus næsta sumar og ljóst er að hann mun fá fjölda tilboða.

Jiangsu er að fá nýja eigendur og sagt er að félagið hafi 200 milljónir dollara eða 132 milljónir punda til að kaupa nýjar stórstjörnur.

Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson leika með Jiangsu en hvert félag í Kína má einungis hafa fjóra erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Viðar og Sölvi gætu því þurft að víkja fyrir stórstjörnum úr stærstu deildum Evrópu.

„Það eru að koma nýir styrktaraðilar hjá liðinu og maður veit aldrei hvað þeir ætla að gera, hvort þeir ætli að kaupa leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til að styrkja liðið eða ekki," sagði Viðar við Fótbolta.net um síðustu helgi eftir að Jiangsu varð bikarmeistari.

Zlatan gæti tekið stöðu Viðars í framlínunni en Dan Petrescu, þjálfari Jiangsu og fyrrum leikmaður Chelsea, hefur staðfest áhuga sinn á leikmanninum.

„Ég veit ekki hvað gerist en við munum eyða meira. Mér skilst að þeir ætli að kaupa stóra leikmenn frá Evrópu og að þeir séu jafnvel tilbúnir að eyða í Ibrahimovic," sagði Petrescu.

„Ég veit ekki nógu mikið því nýtt fyrirtæki tekur við félaginu þann 1. janúar."

„Það væri frábært ef Ibrahimovic myndi koma til Kína en ég veit ekki hvort hann sé til í það."

Athugasemdir
banner
banner
banner