Valur hefur fengið danska varnarmanninn Rasmus Christiansen í sínar raðir frá KR.
Rasmus skrifaði undir tveggja ára samning við Val á Hlíðarenda nú rétt í þessu.
Rasmus skrifaði undir tveggja ára samning við Val á Hlíðarenda nú rétt í þessu.
ÍBV og Fjölnir höfðu einnig áhuga á Rasmus en hann valdi Val.
Valsmenn hafa verið að leita að miðverði til að fylla skarð Thomas Christensen sem fór frá félaginu í lok ágúst.
Hinn 26 ára gamli Rasmus spilaði á sínum tíma með ÍBV áður en hann fór til Ull/Kisa í Noregi.
Hann gekk til liðs við KR síðastliðinn vetur en fékk leyfi til að róa á önnur mið eftir að Indriði Sigurðsson kom til Vesturbæjarliðsins.
Athugasemdir