Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   lau 05. desember 2015 12:11
Magnús Már Einarsson
Rasmus Christiansen í Val (Staðfest)
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Valur hefur fengið danska varnarmanninn Rasmus Christiansen í sínar raðir frá KR.

Rasmus skrifaði undir tveggja ára samning við Val á Hlíðarenda nú rétt í þessu.

ÍBV og Fjölnir höfðu einnig áhuga á Rasmus en hann valdi Val.

Valsmenn hafa verið að leita að miðverði til að fylla skarð Thomas Christensen sem fór frá félaginu í lok ágúst.

Hinn 26 ára gamli Rasmus spilaði á sínum tíma með ÍBV áður en hann fór til Ull/Kisa í Noregi.

Hann gekk til liðs við KR síðastliðinn vetur en fékk leyfi til að róa á önnur mið eftir að Indriði Sigurðsson kom til Vesturbæjarliðsins.
Athugasemdir
banner