Man City og Liverpool berjast um Zubimendi - Ramos aftur til Real Madrid - Barca hættir við Alexander-Arnold
   fim 07. janúar 2016 12:12
Magnús Már Einarsson
Björgvin og Gunnlaugur Fannar æfa með Lilleström
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Björgvin Stefánsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson æfa næstu vikuna með Lilleström í Noregi. Um er að ræða samstarf Hauka og Lilleström.

Rúnar Kristinsson þjálfar Lilleström og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Björgvin og Gunnlaugur voru báðir lykilmenn í liði Hauka í 1. deildinni síðastliðið sumar.

Björgvin var markakóngur 1. deildar með 20 mörk en hann var einnig valinn efnilegastur í deildinni.

Bæði Björgvin og Gunnlaugur Fannar eru fæddir árið 1994 en síðastliðið haust fóru þeir báðir til Noregs á reynslu. Björgvin æfði þá með Sogndal og Gunnlaugur með Hødd.

Björgvin fer beint til Noregs frá Tyrklandi þar sem hann var með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner