Fjölnir hefur samþykkt beiðni norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö um að fá Aron Sigurðarson á reynslu í vikutíma.
Aron heldur út til Noregs 18. janúar næstkomandi.
Hinn 22 ára gamli Aron er uppalinn Fjölnismaður en hann spilaði alla leiki liðsins í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og skoraði sex mörk.
Aron hefur samtals skorað 23 mörk í 103 deildar og bikarleikjum með Fjölni.
Tromsö endaði í 13. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Tryggvi Guðmundsson lék á sínum tíma með liðinu við góðan orðstír.
Athugasemdir