Úrslitaleikirnir á Íslandsmótinu í Futsal, fótbolta innanhúss, fóru fram í Laugardalshöllinni í dag.
Í kvennaflokki vann Selfoss 7-4 sigur gegn Álftanesi. Selfossliðið reyndist öflugra á lokasprettinum eftir að staðan hafði verið jöfn 4-4.
Í karlaflokki var engin spenna en Víkingur Ólafsvík vann 13-3 sigur gegn Leikni/KB. Sömu lið léku til úrslita í fyrra.
Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Ólsarar hampa Íslandsmeistaratitlinum í Futsal.
Hér að neðan má sjá mörkin úr úrslitaleik kvenna ásamt viðtali við þjálfara Selfoss en úrslitaleikirnir voru sýndir beint á SportTv.
Viðtal við Gunnar Borgþórsson, þjálfara Selfoss:
Athugasemdir