Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 12. janúar 2016 21:47
Elvar Geir Magnússon
Fótbolta.net mótið: Stjörnusigur eftir frábæran fyrri hálfleik
Hilmar Árni Halldórsson var með mark og stoðsendingu.
Hilmar Árni Halldórsson var með mark og stoðsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Grétar Sigfinnur Sigurðarson
2-0 Hilmar Árni Halldórsson (víti)
2-1 Kenan Turudija (víti)
3-1 Arnar Már Björgvinsson
3-2 Þorsteinn Már Ragnarsson

Stjarnan vann Víking Ólafsvík 3-2 í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Fyrri hálfleikur leiksins var gríðarlega fjörugur og voru öll mörkin skoruð þar.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Hilmar skoraði síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Stjörnumenn byrjuðu mun betur en Víkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu. Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Stjörnunnar, var mjög óöruggur í kvöld og gerðist brotlegur.

Þórhallur Kári Knútsson lagði svo upp mark fyrir Arnar Már Björgvinsson sem kláraði á snyrtilegan hátt. En Þorsteinn Már Ragnarsson komst innfyrir vörn Stjörnunnar og minnkaði muninn aftur í eitt mark.

Seinni hálfleikurinn var alls ekki sama skemmtunin og Stjarnan landaði 3-2 sigri.
Athugasemdir
banner