Ísland 1 - 0 Finnland
1-0 Arnór Ingvi Traustason ('16)
1-0 Arnór Ingvi Traustason ('16)
Svíþjóðarmeistarinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar Ísland vann 1-0 sigur gegn Finnlandi í vináttulandsleik í Abu Dhabi. Markið reyndist eina mark leiksins.
Leikurinn var nokkuð hægur og skemmtanagildið ekki hátt. Finnar voru meira með boltann og áttu margar skottilraunir í seinni hálfleiknum en náðu ekki að koma boltanum framhjá markvörðum íslenska liðsins.
Hjörtur Logi Valgarðsson lagði upp mark Arnórs á skemmtilegan hátt, sendi boltann í gegnum klofið á varnarmanni Finna og Arnór kláraði vel í fyrsta. Arnór stóð sig vel í vináttuleikjunum í nóvember og gerir mjög sterkt tilkall til að fara með á EM.
Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði Íslands í leiknum og átti mjög góðan leik þó aðeins hafi dregið af honum í lokin. Hann stýrði miðjunni vel.
Mjög jákvætt að hafa landað sigri en á laugardag verður annar vináttulandsleikur í Abu Dhabi, þá gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skoðaðu textalýsinguna frá leiknum
Sjáðu markið sem Arnór skoraði
Athugasemdir