Ingvar Jónsson hefur gengið til liðs við Sandefjord í norsku B-deildinni en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.
Ingvar var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014.
Ingvar var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014.
Í kjölfarið fór Ingvar til Start í Noregi en þar var hann á eftir Håkon Opdal í röðinni og mátti sætta sig við bekkjarsetu.
Eftir að hafa verið á láni hjá Sandnes Ulf síðari hlutann af síðasta tímabili þá mun Ingvar leika aftur í norsku B-deildinni í ár.
Hinn 26 ára gamli Ingvar hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn en hann spilaði gegn Finnum og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum fyrr í mánuðinum.
Athugasemdir