Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 27. janúar 2016 12:47
Elvar Geir Magnússon
KR selur Sören Frederiksen til Viborg (Staðfest)
Sören Frederiksen.
Sören Frederiksen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur samþykkt kauptilboð frá danska úrvalsdeildeildarfélaginu Viborg um sölu á Sören Frederiksen frá KR til Viborg. Frá þessu er greint á heimasíðu KR.

Sören spilaði 19 leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar og 5 leiki í Borgunarbikarnum síðasta sumar og skoraði hann 5 mörk.

„KR þakkar Sören fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum," segir á heimasíðu KR.

Sören lék mest sem kantmaður hjá KR en leysti um tíma stöðu hægri bakvarðar.

Komnir/Farnir hjá KR:

KR:

Komnir:
Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström
Indriði Sigurðsson frá Viking
Michael Præst frá Stjörnunni

Farnir:
Emil Atlason í Þrótt
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna
Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík
Kristinn Jóhannes Magnússon hættur
Rasmus Christiansen í Val
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó.
Sören Frederiksen í Viborg
Athugasemdir
banner
banner