KR hefur samið við Morten Beck Andersen, 28 ára sóknarleikmann sem kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Hobro IK. Frá þessu er greint á heimasíðu KR.
Morten fór í gegnum unglingastarfið hjá AGF í Danmörku, en síðar lék hann svo hjá Skive IK og Silkeborg IF.
Morten hefur spilað 180 leiki í efstu og næstefstu deild í Danmörku og skorað í þeim 61 mark.
Hobro rifti samningi við leikmanninn í upphafi mánaðarins en hann hafði ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði liðsins.
Danskir dagar halda því áfram hjá KR-ingum en fyrr í vikunni var það staðfest að Kennie Chopart, sem lék frábærlega með Fjölni seinni hluta síðasta tímabils, væri búinn að semja við KR-inga sem höfnuðu í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Þá gekk Michael Præst til liðs við KR í haust.
Komnir:
Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström
Indriði Sigurðsson frá Viking
Michael Præst frá Stjörnunni
Kennie Chopart frá Fjölni
Morten Beck Andersen frá Danmörku
Farnir:
Emil Atlason í Þrótt
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna
Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík
Kristinn Jóhannes Magnússon hættur
Rasmus Christiansen í Val
Sören Frederiksen í Viborg
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó.
Athugasemdir