Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. febrúar 2016 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Bronsið til Magna eftir sigur á Leikni F.
Magni tók þriðja sætið
Magni tók þriðja sætið
Mynd: Magni Grenivík
Leiknir F. 0 - 3 Magni
0-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('9 )
0-2 Victor Da Costa ('27 )
0-3 Kristinn Þór Rósbergsson ('80 )

Magni frá Grenivík og Leiknir frá Fárskúrðsfirði mættust í leiknum um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu í dag.

Magni byrjaði leikinn betur og eftir níu mínútna leik skoraði Kristinn Þór Rósbergsson og kom Magna yfir, 1-0.

Victor Da Costa bætti svo við marki um miðbik fyrri hálfleiks og staðan var því 2-0 fyrir Magna í hálfleik.

Kristinn Þór var aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru til leiksloka og sá til þess að Magni myndi taka bronsið í Kjarnafæðismótinu þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner