Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 07. febrúar 2016 20:58
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Þórsarar enduðu átta í sigri KA2
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór2 0 – 2 KA2
0 – 1 Hjörvar Sigurgeirsson (´80)
0 – 2 Áki Sölvason (´95 víti)

Þór 2 og KA 2 mættust í dag í leik uppá 5 sæti Kjarnafæðismótsins. Leikurinn fór rólega á stað og lítið var um færi í fyrri hálfleik. KA menn voru meira með boltann en náðu ekki skapa nein færi, Þórsarar beyttu skyndisóknum en náðu ekki að nýta þær.

Á 61 mínútu leiksins dró til tíðinda en þá fékk Tómas Örn að lýta beint rautt þrátt fyrir að vera kominn með gult spjald.

Fyrsta mark leiksins kom á 84. mínútu en þá tekur Jakob Atli Þorsteinsson aukaspyrnu og hittir beint á varamanninn Hjörvar Sigurgeirsson sem kassar hann af stuttu færi í netið.

Eftir það færðist mikill hiti í leikinn og strax tveimur mínútum síðar fær Alexander Ívan Bjarnason að lýta sitt annað gula spjald og Þórsararnir orðnir tveimur mönnum færri.

Á 90 mínútu fær Marínó Snær Birgisson dauðafæri en skalli hans fer þvert fyrir markið og rétt frammhjá stönginni. Á 94 mínútu leiksins fær Halldór Mar gult spjald fyrir að klippa Stefán Bjarka niður, einni mínútu síðar dæmir Vilhelm Adolfsson víti fyrir KA eftir að Hjörvar er tekinn niður í teignum eftir góðan sprett og fær Halldór að lýta sitt annað gula spjald fyrir að mótmæla þeim dómi og er sendur útaf og Þórsararnir standa 8 inná vellinum. Áki Sölvasson skorar úr vítinu og KA vann 2-0.

KA2 endar því í 5. sætinu.

Maður leiksins: Brynjar Skjóldal Þorsteinsson

Áhorfendur: 77
Athugasemdir
banner
banner
banner