Danski bakvörðurinn Morten Beck hefur samið við KR en hann hefur fengið félagaskipti til Vesturbæjarliðsins.
Beck var á mála hjá SönderjyskE en síðast lék hann með Horsens á láni í dönsku B-deildinni þar sem hann spilaði meðal annars með Kjartani Henry Finnbogasyni.
Morten er nafni danska sóknarmannsins Morten Beck Andersen sem gekk í raðir KR á dögunum. Það er því ansi mikil hætta á nafnaruglingi hjá íslensku fótboltaáhugafólki í sumar!
Breytingar hjá KR:
Komnir:
Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström
Indriði Sigurðsson frá Viking
Kennie Chopart frá Fjölni
Morten Beck Andersen frá Hobro í Danmörku
Michael Præst frá Stjörnunni
Morten Beck frá SönderjyskE í Danmörku
Farnir:
Almarr Ormarsson í KA
Emil Atlason í Þrótt
Gary Martin í Víking R.
Gonzalo Balbi
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna
Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík
Kristinn Jóhannes Magnússon hættur
Rasmus Christiansen í Val
Sören Frederiksen í Viborg
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó.
Athugasemdir