Rosenborg hefur keypt Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Guðmundur skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.
Guðmundur hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið, síðast lék hann fyrir landsliðið gegn Bandaríkjunum í janúar.
Guðmundur spilaði áður tvö tímabil með Sarpsborg í Noregi en Rosenborg hefur haft hann lengi í sigtinu.
„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.
Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.
Athugasemdir