Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 29. mars 2016 20:06
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Hjörtur af leikvanginum með sjúkrabíl
Borgun
Hjörtur í sjúkrabíl eftir leik.
Hjörtur í sjúkrabíl eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, fór með sjúkrabíl af leikvanginum í Aþenu eftir leikinn gegn Grikkjum í kvöld.

Hjörtur meiddist undir lok leiksins og varð af fara af velli.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu alvarleg meiðslin eru.

Íslenska liðið lék því manni færri síðustu mínúturnar en Birkir Már Sævarsson fór í miðvörðinn í stað Hjartar og Theodór Elmar Bjarnason fór af vinstri kantinum í hægri bakvörðinn.

Hjörtur var að leika sinn annan A-landsleik í kvöld en hann átti fínan dag í vörninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner