Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 08. apríl 2016 19:51
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: KR í undanúrslit eftir sigur á Fylki
Óskar Örn skoraði flottasta mark leiksins
Óskar Örn skoraði flottasta mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fylkir 0-3 KR
0-1 Morten Beck Andersen (´50)
0-2 Óskar Örn Hauksson (´57)
0-3 Morten Beck Andersen (´66)

KR er annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir 3-0 sigur á Fylki á Valsvelli í kvöld.

Fylkismenn voru betri í fyrri hálfleiknum en Stefán Logi Magnússon átti stórleik í marki KR og sá til þess að staðan í leikhléi var markalaus.

Í síðari hálfleiknum tóku KR-ingar öll völd og danski framherjinn Morten Beck Andersen kom KR-ingum yfir á 50.mínútu. Óskar Örn Hauksson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar með fallegu marki.

Morten Beck Andersen var svo aftur á ferðinni á 66.mínútu og gulltryggði KR-ingum sæti í undanúrslitum en Fylkismenn eru úr leik í Lengjubikarnum í ár.
Athugasemdir
banner
banner