Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   fim 21. apríl 2016 10:45
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Arnar Grétars: Erum með ákveðna launaflokka
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar stýrði Blikum í 2. sætið í fyrra.
Arnar stýrði Blikum í 2. sætið í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson verður vinstri bakvörður í sumar.
Davíð Kristján Ólafsson verður vinstri bakvörður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar byrjar í tveggja leikja banni.
Arnar byrjar í tveggja leikja banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaða okkar í vetur hefur ekki verið nógu góð og við höfum ekki spilað vel. Þetta kemur mér því alls ekki á óvart," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks en liðinu er spáð 4. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

Blikar skoruðu einungis tólf mörk í tíu leikjum í Lengjubikarnum og Fótbolta.net mótinu og Arnar viðurkennir að hann hafi áhyggjur af markaskorun liðsins.

„Maður hefur orðið fyrir vonbrigðum með markaleysið og sem þjálfari hefur maður áhyggjur ef liðið er ekki að skora. Ofan á það höfum við líka fengið fleiri mörk á okkur en í fyrra."

Víkingur R. bauð Gary Martin mun betri samning
Blikar reyndu að fá Gary Martin frá KR í vetur en Víkingur R. hafði betur í baráttunni þar. Voru það peningarnir sem höfðu mest að segja þar?

„Það er ósanngjarnt af mér, þjálfara Breiðabliks, að segja að það sé líklegt en það er það sem maður heyrði. Þegar við ræddum við hann hafði hann mikinn áhuga á að koma en svo getur verið að Milos hafi sannfært hann betur en ég og þar af leiðandi hafi hann farið til Víkings."

„Ég held samt að peningarnir hafi eflaust skipt máli. Ég hef heyrt að þeir hafi verið að bjóða honum mun, mun, mun betur en við. Ég óska Gary alls hins besta í Víking."


Vilja ekki hækka launaflokkana
Blikar reyndu að fá Hólmbert Aron Friðjónsson og Þorstein Má Ragnarsson í fyrra, án árangurs. Eru Blikar með launaþak sem gerir liðinu erfitt fyrir á leikmannamarkaðinum?

„Allavegana eins og staðan er í dag. Við erum með ákveðna flokka í þessu og ef þú sprengir það upp þá hækkar það næstu samning hjá öllum. Þá vilja leikmenn fá meira því að þetta er ekki lengur þakið. Þegar félagið er í stakk búið að taka það skref, að hækka alla samninga að einhverju leyti þá er ég fyrsti maður sem gef grænt á það, því þá færðu betri leikmenn og leikmenn eru ánægðari þegar þú getur greitt þeim betur."

Arnar starfaði sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Aþenu og Club Brugge á sínum tíma og hann segist skilja vel að Blikar passi upp á fjárhaginn.

„Áður var ég að vinna hinumegin við borðið og þekki þetta mjög vel. Það er kostur að hafa setið hinumegin við borðið og vita hvað það er að semja við leikmenn."

„Við í Kópavogi viljum standa við allt sem við gerum. Þú fáir greiðslu fyrsta hvers mánaðar en þurfir ekki að bíða í þrjá eða fjóra mánuði."


Kantmaður í bakvörðinn
Kristinn Jónsson fór frá Breiðabliki til Sarpsborg í vetur eftir að hafa verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra. Davíð Kristján Ólafsson fær það verkefni að fylla hans skarð.

„Hann er kantmaður að upplagi. Hann hefur gífurlega hæfileika, hann er fljótur, teknískur og með frábæran vinstri fót. Hann er ekki sá sterkasti varnarlega en ætti að geta nýst okkur sóknarlega. Hann gæti sprungið út og ég hugsa að hann verði betri með hverjum leiknum sem hann fær."

Höskuldur Gunnlaugsson var nálægt því að ganga í raðir Hammarby í vetur en á endanum samdi félagið frekar við Arnór Smárason. Arnar segir að Höskuldur hafi verið svekktur að fara ekki út til Svíþjóðar í atvinnumennsku.

„Hann var ekki líkur sjálfum sér í á þriðja mánuð. Þegar menn eru ósáttir þá nærðu ekki þínu besta fram. Hann var ekki svipur á sjón í þrjá mánuði og við sögðum við hann velkominn aftur þegar hann fór aftur að sýna sitt rétta andlit. "

„Ég skil að ungir strákar séu svekktir þegar hlutirnir ganga ekki upp en ég er handviss um að Höskuldur fari út á öðrum tímapunkti og verði þá betri. Ég tel að hann eigi að geta farið beint á meginlandið. Vonandi fylgir hann eftir góðu tímabili frá því í fyrra."


Einsdæmi að fá tveggja leikja bann
Arnar byrjar sjálfur í tveggja leikja banni í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið rekinn upp í stúku í leiknum gegn Fjölni í lokaumferðinni í fyrra.

„Auðvitað er þetta leikur þar sem er töluvert af æsing. Við gerum þá kröfu til dómara að þeir geti lesið leikinn. Ég er fyrstur til að segja það að ég fór yfir strikið en ef fjórði dómarinn hefði verið klókur hefði hann getað ýtt þessu til hliðar og það hefði ekki verið vesen," sagði Arnar sem fékk einn auka leik í bann og því er bannið tveir leikir.

„Við héldum að þetta væri bara sjálfkrafa einn leikur. Þetta er einsdæmi að þjálfari fái tvo leiki í bann. Það hefur aldrei gerst. Í ljósi þess sem gerðist í fyrra er með ólíkindum að ég skyldi fá tvo leiki. Þeir þurfa að eiga það með sér, þeir sem ákveða þetta. Það er mikið svekkelsi að lenda í þessu en Kristófer Skúli (Sigurgeirsson) og Ólafur Pétursson þurfa að klára þessa tvo leiki."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner