Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 19. apríl 2016 12:45
Elvar Geir Magnússon
Daninn Denis Fazlagic í KR (Staðfest)
Denis er hér til vinstri á myndinni.
Denis er hér til vinstri á myndinni.
Mynd: Getty Images
KR hefur samið við danska leikmanninn Denis Fazlagic sem er 23 ára og getur bæði leikið sem kantmaður og bakvörður.

Denis kemur frá Vejle Boldklub þar sem hann hefur leikið 126 leiki þrátt fyrir ungan aldur.

Denis kemur til landsins í dag og ætti að vera kominn með leikheimild næstu daga.

„Þetta er strákur sem getur spilað nokkrar stöður. Hann hefur karakterseinkenni sem við höfum verið að leita að," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net.

Denis er fimmti danski leikmaðurinn í herbúðum KR en auk hans hefur liðið fengið þá Kennie Chopart, Morten Beck, Morten Beck Andersen og Michael Præst síðan síðasta tímabili lauk.

KR-ingar höfnuðu í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra en þeir mæta Víkingi Reykjavík á KR-vellinum í fyrstu umferð á þessu tímabili 2. maí.

Áður en að þeim leik kemur er úrslitaleikur Lengjubikarsins á fimmtudaginn en þar leikur KR gegn Víkingi Reykjavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner