Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. apríl 2016 14:45
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið KR - Ýmsir möguleikar fram á við
Stefán Logi Magnússon er markvörður KR.
Stefán Logi Magnússon er markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert leiðir línuna hjá KR.
Hólmbert leiðir línuna hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Í þriðja sætinu spáum við KR-ingum en hér að neðan er líklegt byrjunarlið þeirra.


Stefán Logi Magnússon stendur áfram í markinu hjá KR en Sindri Snær Jensson veitir honum samkeppni.

Morten Beck byrjar í hægri bakverðinum en hann kom til KR í vetur. Indriði Sigurðsson er kominn heim í KR eftir langa dvöl í atvinnumennsku erlendis og hann byrjar í hjarta varnarinnar með Skúla Jóni Friðgeirssyni. Gunnar Þór Gunnarsson verður í vinstri bakverðinum. Aron Bjarki Jósepsson hefur einnig spilað talsvert í bakvarðar stöðunum í vetur auk þess sem Denis Fazlagic, nýjasti leikmaður KR, getur líka spilað í bakverði. Gunnar Þór og Aron geta komið í hjarta varnarinnar ef Skúli og Indriði eru frá auk þess sem Michael Præst gæti farið af miðjunni í vörnina.

Á miðjunni eru Michael Præst og Finnur Orri Margeirsson komnir nýir inn síðan á síðasta tímabili. Líklegt er að Pálmi Rafn Pálmason verði fyrir framan þá en Morten Beck Andersen getur líka spilað í stöðu fremstu miðjumanns. Þá gæti Pálmi færst aftar á miðjunni. Valtýr Már Michaelsson byrjaði á miðjunni í úrslitaleik Lengjubikarsins og er líklegur til að fá mínútur í sumar.

Hólmbert Aron Friðjónsson mun sjá um að leiða fremstu víglínu og Óskar Örn Hauksson er á sínum stað á kantinum. Meiri óvissa er um hina kantstöðuna en Kennie Chopart, Morten Beck Andersen og Denis koma allir til greina þar. Guðmundur Andri Tryggvason hafði vakið athygli á undirbúningstímabilinu áður en hann meiddist illa í mars. Guðmundur missir af byrjun móts en óvíst er hvenær hann snýr aftur. Kantmennirnir Axel Sigurðarson og Atli Hrafn Andrason hafa einnig komið talsvert við sögu í Lengjubikarnum og gera tilkall til þess að fá mínútur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner