Við hér á Fótbolti.net stóðum fyrir kosningu á besta fótboltamanni heims í nóvembermánuði árið 2004. Við birtum svo ítarlegan pistil um hvern og einn leikmann eða einn á dag í desembermánuði í jóladagatalinu okkar.
Númer 18 var valinn Paolo Maldini, leikmaður AC Milan:
Númer 18 var valinn Paolo Maldini, leikmaður AC Milan:
18. Paolo Maldini
Þann 26. júni 1968 fæddist Paolo Maldini í hinni fallegu borg Mílan á Ítalíu. Hann er sonur fyrrverandi leikmanns Milan, Cesare Maldini, sem einnig þjálfaði landslið Ítalíu um tíma og er nú útsendari og leitar að efnilegum leikmönnum fyrir liðið.Sú tengls höfðu mikið um það að segja að Maldini valdi að spila fyrir AC Milan en ekki Juventus, en hann hefur játað að hafa verið stuðningsmaður þess sem barn.
Maldino hóf feril sinn hjá AC Milan í leik á móti Udinese árið 1985, þá 17 ára gamall. Hann hefur haldið tryggð sinni við liðið og spilað þar allan sinn feril. Meira en 500 leikjum síðar hefur hann sannreynt sig sem máttarstólpi í leikjum liðsins þegar frægðarsól AC Milan skein sem skærast og til dagsins í dag.
Maldini hefur séð sinn skerf af titlum með AC Milan. Hann hefur unnið alls sjö deildarmeistaratitla eða Scudetto eins og titillinn er kallaður auk margra annarra titla með sínu ástkæra liði.
Á leiktíðinni 1993/1994 unnu þeir Meistaradeildina eftir frábæran úrslitaleik á móti Barcelona, og að auki var Maldino valinn maður leiksins.
Maldini er nú hættur með landsliðinu eftir að hafa sett ítalskt met með því að spila í 126 leikjum. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ítalíu árið 1988 í leik á móti þáverandi Júgóslavíu. Hápunktar ferils hans með landsliðinu voru í úrslitaleikjum EM 1994 og 2000, þó svo báðir leikirnir hafi tapast, fyrir Brasilíu og svo gegn Frökkum.
Maldini hefur sagt að sér þyki gaman að rapp tónlist, þó svo Bítlarnir séu í miklu uppáhaldi hjá kappanum. Þegar hann á frítíma fara fjölskyldan og vinir oft saman á veitingahús, og svo snemma í háttinn. Hann er mikill fjölskyldumaður og óskar einskis heitar en sonur hans Christian taki við veldi föður síns.
Maldini á gott með að stjórna hraða leiksins, þrátt fyrir að spila í vörn en ekki á miðjunni. Hann er traustur sem klettur í öftustu línu, og bætir um betur með að standa sig vel þegar hann sækir fram. Hann hefur skorað 25 mörk fyrir AC Milan og tvö fyrir landsliðið.
Sá dagur mun koma sem AC Milan vörnin mun spila án Paolo Maldini, en fáir geta ímyndað sér hvernig hún mun líta út.
Paolo Maldini framlengdi nýlega samning sinn og mun hann spila á San Siro að minnsta kosti til ársins 2006.
Þegar Maldini leggur skóna á hilluna hefur hann sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara í þjálfarastörfin. Hann vill hinsvegar að sín verði minnst sem heiðarlegs og lánsams knattspyrnuleikmanns.
Þessi 36 ára frábæri fyrirliði AC Milans á svo sannarlega skilið 18. sætið í kosningu Fótbolta.net á besta fótboltamanni heims.
Sjá einnig:
Nr. 19: David Beckham (Real Madrid)
Nr. 20: John Terry (Chelsea)
Nr. 21: Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Nr. 22: Edgar Davids (Inter Milan)
Nr. 23: Kaká (AC Milan)
Nr. 24: Michael Owen (Real Madrid)
Athugasemdir