Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 09. desember 2004 09:00
Magnús Már Einarsson
Alessandro Nesta - AC Milan (16)
Við hér á Fótbolta.net stóðum fyrir kosningu á besta fótboltamanni heims í nóvembermánuði. Við ætlum að telja niður þá 24 efstu sem fengu flest atkvæði og á aðfangadag jóla verður besti leikmaður heims tilkynntur. Á hverjum degi verður einn leikmaður kynntur með pistli og í dag er það sá sem varð númer 16 í valinu:


16. Alessandro Nesta

Alessandro Nesta fæddist í Róm 19.desember árið 1976. Læknir ráðlagði föður hans að setja eldri bróðir Nesta í íþróttir og ákvað pabbi kappans að setja Nesta líka í íþróttir og varð fótbolti fyrir valinu.

Francesco Rocca þjálfari hjá Roma sá Nesta í leik þegar að hann var ungur og var nánast búið ganga frá því að Roma keypti Nesta á 5000 evrur (430 þúsund krónur íslenskar) frá því liði sem að hann lék með á þessum tíma. Faðir hans er hinsvegar harður Lazio aðdáandi og hann gat með engu móti séð son sinn í Roma treyjunni og því stoppaði hann þessi kaup.
Faðir Nesta hafði eftir þetta samband við Lazio og spurði hvort að Nesta mætti koma til reynslu. Þann þrettánda júní 1985 rann stóri dagurinn upp og Nesta mætti ásamt níu ára jafnöldrum sínum á æfingu hjá Lazio og sér félagið ekki eftir því í dag að hafa fengið hann til sín.

Stækkaði of mikið og þurfti næstum því að hætta:
Árið 1989 þegar að Nesta var 13 ára þá stækkaði þessi sterki varnarmaður um 22 cm á 14 mánuðum og voru læknar farnir að halda að hann þyrfti að hætta í fótbolta. Sérfræðingar fylgdust hinsvegar vel með Nesta og hann gat haldið áfram í boltanum.

Nesta lék upp alla yngri flokkana í treyju númer 13 hjá Lazio. Hann var í U-15 ára landsliði Ítala og var í unglingaliði Lazio sem að endaði í öðru sæti í sínum aldursflokk.

Ungur í aðalliðið:
Þann 13.mars árið 1994 lék Nesta svo sinn fyrsta leik með aðalliði Lazio og var leikurinn gegn Udinese Friuli vellinum. Í janúar árið 1995 lék Nesta svo sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lazio og í september sama ár lék hann sinn fyrsta Evrópuleik með Lazio.

Árið 1996 vann hann heimsmeistaramótið með U-21 árs landsliði Ítala og var Nesta einnig valinn besti varnarmaður mótsins. Í október árið 1998 lék Nesta svo sinn fyrsta A-landsleik með Ítölum gegn Moldóvum. Nesta hefur leikið um 60 landsleiki fyrir Ítalíu og þar á meðal á Laugardalsvelli gegn Íslendingum 18.ágúst síðastliðinn.

Sven-Göran lykillinn:
Nesta varð lykillmaður í liði Lazio en árið 1997 tók Sven-Göran Eriksson við liðinu og næstu ár urðu góð hjá félaginu eða þar til ársins 2000. Lazio með Nesta innanborð sigraði ítalska bikarinn tvisvar, Serie A einu sinni, Uefa Cup einu sinni, Super Cup einu sinni og ítalska Super Cup leikinn tvisvar.

Árið 2002 var Nesta seldur til AC Milan fyrir um 20 milljónir punda en á þeim tíma var hann einn eftirsóttasti varnarmaður Evrópu. Nesta vildi ekki yfirgefa Lazio en léleg fjárhagsstaða félagsins varð til þess að liðið seldi hann. - Nesta var í liði AC Milan sem að sigraði Juventus í úrslitaleik Meistaradeilarinnar árið 2003.
Vissir þú þetta um Nesta:
Systir hans lést í bílslysi.

Hann lék lítið hlutverk í myndinni "Papparazzi" þegar að hann var meiddur á hné.

Áhugamál hans er fótbolti og að sofa!

Varnarmaðurinn Fabio Cannavaro er einn besti vinur hans.

Uppáhaldsliturinn hans er svartur.

Hann vildi aldrei eignast fræga kærustu.

Honum finnst gaman á Internetinu og þá hlustar hann mikið á Rapptónlist.

Sjá einnig:
Nr. 17: Wayne Rooney (Manchester United)
Nr. 18: Paolo Maldini (AC Milan)
Nr. 19: David Beckham (Real Madrid)
Nr. 20: John Terry (Chelsea)
Nr. 21: Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Nr. 22: Edgar Davids (Inter Milan)
Nr. 23: Kaká (AC Milan)
Nr. 24: Michael Owen (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner