Við hér á Fótbolta.net stóðum fyrir kosningu á besta fótboltamanni heims í nóvembermánuði. Við ætlum að telja niður þá 24 efstu sem fengu flest atkvæði og á aðfangadag jóla verður besti leikmaður heims tilkynntur. Á hverjum degi verður einn leikmaður kynntur með pistli og í dag er það sá sem varð númer 16 í valinu:
16. Alessandro Nesta
Alessandro Nesta fæddist í Róm 19.desember árið 1976. Læknir ráðlagði föður hans að setja eldri bróðir Nesta í íþróttir og ákvað pabbi kappans að setja Nesta líka í íþróttir og varð fótbolti fyrir valinu.Francesco Rocca þjálfari hjá Roma sá Nesta í leik þegar að hann var ungur og var nánast búið ganga frá því að Roma keypti Nesta á 5000 evrur (430 þúsund krónur íslenskar) frá því liði sem að hann lék með á þessum tíma. Faðir hans er hinsvegar harður Lazio aðdáandi og hann gat með engu móti séð son sinn í Roma treyjunni og því stoppaði hann þessi kaup.
Stækkaði of mikið og þurfti næstum því að hætta:
Árið 1989 þegar að Nesta var 13 ára þá stækkaði þessi sterki varnarmaður um 22 cm á 14 mánuðum og voru læknar farnir að halda að hann þyrfti að hætta í fótbolta. Sérfræðingar fylgdust hinsvegar vel með Nesta og hann gat haldið áfram í boltanum.
Nesta lék upp alla yngri flokkana í treyju númer 13 hjá Lazio. Hann var í U-15 ára landsliði Ítala og var í unglingaliði Lazio sem að endaði í öðru sæti í sínum aldursflokk.
Ungur í aðalliðið:
Þann 13.mars árið 1994 lék Nesta svo sinn fyrsta leik með aðalliði Lazio og var leikurinn gegn Udinese Friuli vellinum. Í janúar árið 1995 lék Nesta svo sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lazio og í september sama ár lék hann sinn fyrsta Evrópuleik með Lazio.
Árið 1996 vann hann heimsmeistaramótið með U-21 árs landsliði Ítala og var Nesta einnig valinn besti varnarmaður mótsins. Í október árið 1998 lék Nesta svo sinn fyrsta A-landsleik með Ítölum gegn Moldóvum. Nesta hefur leikið um 60 landsleiki fyrir Ítalíu og þar á meðal á Laugardalsvelli gegn Íslendingum 18.ágúst síðastliðinn.
Sven-Göran lykillinn:
Nesta varð lykillmaður í liði Lazio en árið 1997 tók Sven-Göran Eriksson við liðinu og næstu ár urðu góð hjá félaginu eða þar til ársins 2000. Lazio með Nesta innanborð sigraði ítalska bikarinn tvisvar, Serie A einu sinni, Uefa Cup einu sinni, Super Cup einu sinni og ítalska Super Cup leikinn tvisvar.
Árið 2002 var Nesta seldur til AC Milan fyrir um 20 milljónir punda en á þeim tíma var hann einn eftirsóttasti varnarmaður Evrópu. Nesta vildi ekki yfirgefa Lazio en léleg fjárhagsstaða félagsins varð til þess að liðið seldi hann. - Nesta var í liði AC Milan sem að sigraði Juventus í úrslitaleik Meistaradeilarinnar árið 2003.
Systir hans lést í bílslysi.
Hann lék lítið hlutverk í myndinni "Papparazzi" þegar að hann var meiddur á hné.
Áhugamál hans er fótbolti og að sofa!
Varnarmaðurinn Fabio Cannavaro er einn besti vinur hans.
Uppáhaldsliturinn hans er svartur.
Hann vildi aldrei eignast fræga kærustu.
Honum finnst gaman á Internetinu og þá hlustar hann mikið á Rapptónlist.
Sjá einnig:
Nr. 17: Wayne Rooney (Manchester United)
Nr. 18: Paolo Maldini (AC Milan)
Nr. 19: David Beckham (Real Madrid)
Nr. 20: John Terry (Chelsea)
Nr. 21: Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Nr. 22: Edgar Davids (Inter Milan)
Nr. 23: Kaká (AC Milan)
Nr. 24: Michael Owen (Real Madrid)
Athugasemdir