Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2016 13:28
Matthías Freyr Matthíasson
Lars líklegast hættur að þjálfa eftir EM
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lars Lagerback segist aðspurður á blaðamannafundi Íslenska landsliðsins nú rétt í þessu líklegast vera hættur að þjálfa. Það þyrfti eitthvað meiriháttar að koma til svo að sú afstaða breytist.

Lars talaði um að eins og staðan væri nú að þá væri hann hættur að þjálfa í fótbolta en að hann myndi líklega vera í einhverjum samskiptum við Heimi til að mynda og væri reiðubúinn til að gefa góð ráð.

En það þyrfti eitthvað mikið að gerast svo að hann tæki að sér þjálfunarstöðu aftur eftir að hafa lokið störfum fyrir Ísland á EM.
Athugasemdir
banner
banner