Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   þri 10. maí 2016 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Margrét Lára: Það er að hægjast á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin, Margrét Lára Viðarsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og leikur sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi síðan 2008, á morgun.

Í vetur gekk hún í raðir Vals en þær mæta Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna annað kvöld. Hún segist vera spennt fyrir því að byrja mótið og segir liðið koma vel undan vetri.

„Það byrja allir með núll stig og það eiga allir möguleika í byrjun. Ég reikna með því að þetta verður mjög hörð barátta," sagði Margrét Lára en Valsliðinu er spáð 2. sæti í spá sérfræðinga Fótbolta.net.

„Spá er bara spá. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vera berjast í toppbaráttunni. Við verðum síðan bara að sjá til hvernig þetta endar allt saman í haust," sagði Margrét Lára sem segir það enga spurningu vera um að Valsliðið sé með lið til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

„Það eru miklar breytingar og við höfum fengið mjög sterka leikmenn. Við erum ennþá með mjög mikilvæga leikmenn í meiðslum sem við bíðum eftir að geti komið og verið með okkur. Við erum með breidd til staðar og það stíga aðrar upp á meðan. Það eykur breiddina hjá okkur. Við erum mjög jákvæðar fyrir þessu öllu saman."

Síðast þegar Margrét Lára lék á Íslandi skoraði hún hvorki fleiri né færri en 32 mörk í 18 leikjum með Val. Hún segist ekki reikna með því að endurtaka það.

„Ég tek bara eitt í einu. Það sem skiptir mestu máli er að liðið nái árangri. Ég er líka að eldast og það er að hægja á mér. Það er ekkert gefið í þessu og maður verður að spila fyrir liðið. Það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig," sagði Margrét Lára.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner