Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 10. maí 2016 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Margrét Lára: Það er að hægjast á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin, Margrét Lára Viðarsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og leikur sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi síðan 2008, á morgun.

Í vetur gekk hún í raðir Vals en þær mæta Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna annað kvöld. Hún segist vera spennt fyrir því að byrja mótið og segir liðið koma vel undan vetri.

„Það byrja allir með núll stig og það eiga allir möguleika í byrjun. Ég reikna með því að þetta verður mjög hörð barátta," sagði Margrét Lára en Valsliðinu er spáð 2. sæti í spá sérfræðinga Fótbolta.net.

„Spá er bara spá. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vera berjast í toppbaráttunni. Við verðum síðan bara að sjá til hvernig þetta endar allt saman í haust," sagði Margrét Lára sem segir það enga spurningu vera um að Valsliðið sé með lið til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

„Það eru miklar breytingar og við höfum fengið mjög sterka leikmenn. Við erum ennþá með mjög mikilvæga leikmenn í meiðslum sem við bíðum eftir að geti komið og verið með okkur. Við erum með breidd til staðar og það stíga aðrar upp á meðan. Það eykur breiddina hjá okkur. Við erum mjög jákvæðar fyrir þessu öllu saman."

Síðast þegar Margrét Lára lék á Íslandi skoraði hún hvorki fleiri né færri en 32 mörk í 18 leikjum með Val. Hún segist ekki reikna með því að endurtaka það.

„Ég tek bara eitt í einu. Það sem skiptir mestu máli er að liðið nái árangri. Ég er líka að eldast og það er að hægja á mér. Það er ekkert gefið í þessu og maður verður að spila fyrir liðið. Það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig," sagði Margrét Lára.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir