Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 10. maí 2016 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Margrét Lára: Það er að hægjast á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin, Margrét Lára Viðarsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og leikur sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi síðan 2008, á morgun.

Í vetur gekk hún í raðir Vals en þær mæta Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna annað kvöld. Hún segist vera spennt fyrir því að byrja mótið og segir liðið koma vel undan vetri.

„Það byrja allir með núll stig og það eiga allir möguleika í byrjun. Ég reikna með því að þetta verður mjög hörð barátta," sagði Margrét Lára en Valsliðinu er spáð 2. sæti í spá sérfræðinga Fótbolta.net.

„Spá er bara spá. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vera berjast í toppbaráttunni. Við verðum síðan bara að sjá til hvernig þetta endar allt saman í haust," sagði Margrét Lára sem segir það enga spurningu vera um að Valsliðið sé með lið til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

„Það eru miklar breytingar og við höfum fengið mjög sterka leikmenn. Við erum ennþá með mjög mikilvæga leikmenn í meiðslum sem við bíðum eftir að geti komið og verið með okkur. Við erum með breidd til staðar og það stíga aðrar upp á meðan. Það eykur breiddina hjá okkur. Við erum mjög jákvæðar fyrir þessu öllu saman."

Síðast þegar Margrét Lára lék á Íslandi skoraði hún hvorki fleiri né færri en 32 mörk í 18 leikjum með Val. Hún segist ekki reikna með því að endurtaka það.

„Ég tek bara eitt í einu. Það sem skiptir mestu máli er að liðið nái árangri. Ég er líka að eldast og það er að hægja á mér. Það er ekkert gefið í þessu og maður verður að spila fyrir liðið. Það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig," sagði Margrét Lára.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner