Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   lau 14. maí 2016 22:46
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar og Hlynur Örn í Grindavík (Staðfest)
Andri Rúnar.
Andri Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur fengið framherjann Andra Rúnar Bjarnason á láni frá Víkingi R. og markvörðinn Hlyn Örn Hlöðverðsson á láni frá Breiðabliki.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Andri Rúnar er framherji sem kom til Víking R. frá BÍ/Bolungarvík fyrir síðasta tímabil.

Hinn 25 ára gamli Andri skoraði þrjú mörk í tuttugu deildar og bikarleikjum með Víkingi í fyrra. Hann kom inn á sem varamaður í tapi liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi.

Hlynur Örn er tvítugur markvörður en hann var á láni hjá Tindastóli í 2. deildinni í fyrra.

Anton Ari Einarsson varði mark Grindavíkur í sigrinum á Haukum í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar en Valur kallaði hann til baka úr láni í vikunni. Hlynur á að fylla hans skarð.

Grindavík heimsækir Huginn í annarri umferðinni í Inkasso-deildinni á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner