Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. desember 2004 09:00
Magnús Már Einarsson
Patrick Vieira - Arsenal (15)
Við hér á Fótbolta.net stóðum fyrir kosningu á besta fótboltamanni heims í nóvembermánuði. Við ætlum að telja niður þá 24 efstu sem fengu flest atkvæði og á aðfangadag jóla verður besti leikmaður heims tilkynntur. Á hverjum degi verður einn leikmaður kynntur með pistli og í dag er það sá sem varð númer 15 í valinu:


15. Patrick Vieira

Patrick Vieira fæddist í Dakar í Senegal 23.júní árið 1976 og er hann því 28 ára í dag. Vieira yfirgaf Senegal þegar að hann var sjö ára gamall og fór hann til Frakklands ásamt móður sinni.

Vieira hefur ekki gleymt uppruna sínum og ásamt Bernard Lama fyrrum markverði franska landsliðsins og Marc Adjovi-Boco fyrrum leikmanni Lens hefur Vieira opnað skóla að nafni "Diambras" í Saly í Senegal. Þar fá efnilegir knattspyrnumenn að æfa en 70% af deginum eru þeir hinsvegar að læra í skólastofum.

Vieira hóf feril sinn með Cannes í Frakklandi og lék hann fyrsta leik sinn í frönsku deildinni aðeins 17 ára gamall gegn Nantes.

Árið 1996 gekk Vieira til liðs við AC Milan á Ítalíu og varð meistari með þeim það ár, en dvölin hjá honum var stutt þar, hann spilaði einungis 2 leiki fyrir aðallið Milan áður en að hann yfirgaf Ítalíu.

Það var svo Arsene Wenger sem tók eftir pilt, þá var Vieira 21 árs og gekk hann til liðs við Arsenal árið 1996 fyrir tvær milljónir punda.
Það má segja að þarna hafi ferill hans sem knattspyrnumaður hafist af alvöru. Þetta keppnistímabil 1996 spilaði Vieira 31 leik með Arsenal og skoraði 2 mörk.
Tímabilið 1997/1998 leiddi Vieira lið Arsenal til tvennunar frægu, það er að þeir urðu bæði Englands og bikarmeistarar Vieira skoraði einnig 2 mörk það tímabil. Um sumarið varð svo Vieira heimsmeistari með Frökkum er þeir lögðu Brasilíumenn að velli 3-0 í Frakklandi.

Næstu tvö tímabil Vieira hjá Arsenal gáfu bikara en á þeim tíma unnu Arsenal-menn góðgeraðarskjöldin tvisar sinnum í röð og skoraði Vieira 5 mörk á þessum tveimur tímabilum.

Svo um sumarið árið 2000 varð Vieira Evrópumeistari með Frökkum er þeir sigruðu Ítali 2-1 eftir æsispennandi leik þar sem Wiltord jafnaði á 90. mínútu og svo tryggði Trezeguet Frökkum sigur með gullmarki á 113 mínútu.

Tímabilið 2001/2002 varð Arsenal aftur meistari og ekki nóg með það þá varð Arsenal einnig bikarmeistari og greinilegt að Vieira var ekki orðinn saddur af tveimur sigrum Frakka í stórkeppnum í röð. Vieira lék 30 leiki á þessu tímabili og skoraði 6 mörk. Næsta tímabil á eftir vann Arsenal aftur góðgerðarskjöldin og meiri urðu afrekin ekki í þetta sinn hjá Vieira og hans félögum. Vieira lék 24 leiki á þessu tímabili og skoraði 3 mörk.
Tímabilið 2003/2004 varð sögulegt því á þessu tímabili fór Arsenal í gegnum ensku deildina án þess að tapa leik og urðu meistarar, þess má til gamans geta að Arsenal spilað 49 leiki í röð án taps og ekkert virtist geta stöðvað þá fyrr en á núna á þessu tímabili sem Manchester United stoppaði tapluasa hrinu þeirra. Á síðasta tímabili datt Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu gegn Chelsea í 8 liða úrslitum.

Í sumar var Vieira mikið orðaður við Real Madrid og munaði litlu að hann færi til spænska stórliðsins en Arsenal tókst að halda í hann. Vieira hefur spilað tólf leiki og skorað tvö mörk í ensku deildinni það sem af er og fengið fimm gul spjöld. Í Meistaradeildinni hefur hann spilað fjóra leiki og fengið eitt rautt spjald en það er líklega mesti ókostur þessa frábæra leikmanns, hversu skapbráður hann getur orðið í leik.

Sjá einnig:
Nr. 16: Alessandro Nesta (AC Milan)
Nr. 17: Wayne Rooney (Manchester United)
Nr. 18: Paolo Maldini (AC Milan)
Nr. 19: David Beckham (Real Madrid)
Nr. 20: John Terry (Chelsea)
Nr. 21: Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Nr. 22: Edgar Davids (Inter Milan)
Nr. 23: Kaká (AC Milan)
Nr. 24: Michael Owen (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner