Sóknarmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson vill komast burt frá norska liðinu Stabæk en þetta staðfesti hann við Fótbolti.net nú rétt í þessu. Veigar sagði að engin lið hefðu boðið sér samning eða lagt fram formlegt tilboð enda er hann ennþá samningsbundinn Stabæk. Veigar sagðist hinsvegar vita af áhuga frá KR, FH, Val og Fylki.
Aðspurður hvort að hann vilji frekar spila með Stabæk eða á Íslandi sagði Veigar ,,Á Íslandi, pottþétt." Hann bætti einnig við að líkurnar væru ágætar að hann gæti fengið sig lausan frá Stabæk en hann gekk til liðs við liðið fyrir þetta tímabil eftir að hafa farið á kostum í liði KR sumarið 2003.
Stabæk féll úr norsku úrvalsdeildinni í sumar og fékk Veigar ekkert alltof mörg tækifæri til að sanna sig. Hinsvegar vildi hann fara frá Stabæk og þar sem að hann hefur ekki sýnt sig mjög mikið er ekki víst að einhver erlend lið bjóði honum samning.
Sjá einnig:
Hin Hliðin á Veigari (Nóvember 2003)
Athugasemdir