Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 07. desember 2004 20:35
Elvar Geir Magnússon
Helena hættir sem landsliðsþjálfari kvenna
Mynd: Merki
Helena Ólafsdóttir mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna um áramótin en þá rennur tveggja ára samningur hennar við KSÍ út. Hún fundaði í dag með forystumönnum knattspyrnusambandsins sem tjáðu henni að ekki ætti að framlengja samning hennar.

Helena er að vonum ósátt með þá ákvörðun en flestir eru sammála því að kvennalandsliðið hafi náð frábærum árangri undir hennar stjórn. Eggert Magnússon formaður KSÍ sagði við Ríkisútvarpið að árangur liðsins í heild góðan undir stjórn Helenu en undir lokin hafi hann ekki verið eins og vonir stóðu til.

Fyrst tapaði landsliðið fyrir Rússlandi í undankeppni EM og svo gegn Noregi með miklum mun í umspili um laust sæti á Evrópumótinu.
Athugasemdir
banner
banner