Stjarnan 0 - 2 ÍBV
0-1 Pablo Oshan Punyed Dubon ('17)
0-2 Bjarni Gunnarsson ('49)
0-1 Pablo Oshan Punyed Dubon ('17)
0-2 Bjarni Gunnarsson ('49)
ÍBV tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins með 2-0 sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.
Leikurinn var ansi líflegur og skemmtilegur og nóg um færi á báða bóga, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var Pablo Punyed sem kom ÍBV í 1-0 á 17. mínútu með þrumuskoti á sínum gamla heimavelli. Þrátt fyrir mörg færi voru ekki skoruð fleiri mörk í fyrri hálfleik.
Eyjamenn fengu sannkallaða draumabyrjun á seinni hálfleik, en eftir innan við fimm mínútur hafði Bjarni Gunnarsson fylgt eftir stangaskoti í netið. Staðan orðin 2-0 og brekkan brött fyrir Stjörnumenn.
Stjarnan hefði sannarlega getað minnkað muninn í nokkur skipti, en Derby Carriloberduo var frábær í marki Eyjamanna og varði oft á tíðum meistaralega. Lokatölur 2-0 og Bjarni Jóhannsson skilur sína gömlu lærisveina eftir í sárum.
Athugasemdir