Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   þri 14. desember 2004 07:56
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi hættur með Örgryte
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson mun ekki leika áfram með sænska félaginu Örgryte en þetta staðfesti hann í viðtali við þáttinn Mín skoðun með Valtý Birni á Skonrokk í gær. Tryggvi var óánægður með þjálfara liðsins á síðustu leiktíð og lét óánægju sína í ljós við stjórn félagsins.

Ekki féll það í góðan jarðveg hjá forráðamönnum félagsins sem nú vilja ekki starfa með honum áfram og því hefur hann fengið samningi sínum rift.

Óljóst er hvað Tryggvi tekur sér fyrir hendur en hann mun ekki verða áfram í Svíþjóð. Hann veit af áhuga frá Noregi, Danmörku og svo héðan frá Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner