Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mið 06. júlí 2016 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Breiðablik skoðar Árna Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson í leik með Blikum.
Árni Vilhjálmsson í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er að skoða möguleikan á að fá Árna Vilhjálmsson, framherja Lilleström en þetta sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net í dag.

Árni er uppalinn Bliki og á hann yfir 60 leiki með liðinu og skoraði hann í þeim 22 mörk.

„Við erum að skoða okkar mál og erum að líta í kringum okkur. Það er ekkert komið á hreint en hann er klárlega spennandi kostur," sagði Arnar Grétarsson.

Hann bætti við að Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður liðsins er að glíma við minniháttar meiðsli og er hann þess vegna ekki í hóp hjá liðinu er það mætir FK Jelgava í seinni leik liðanna en leikið verður í Lettlandi á morgun.

Hann ætti hins vegar að vera klár í næsta deildarleik gegn ÍA á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner