Árlegt Símamót Breiðabliks verður haldið um helgina. Mótið verður sett í dag, fimmtudag.
Þá verður skrúðganga kl 19:30 frá Digraneskirkju niður á Kópavogsvöll þar sem setningarathöfnin fer fram en þar munu Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Símanum flytja ávörp áður en Friðrik Dór skemmtir gestum.
Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og hefst keppni að morgni föstudags.
Mótsslit verða síðdegis sunnudaginn 17. júlí.
Um 2.000 iðkendur, í um 300 liðum og frá 40 félögum, eru skráðir til leiks og er mótið því það stærsta til þessu og um leið stærsta knattspyrnumót landsins.
Athugasemdir