Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. júlí 2016 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Blikar.is 
Guðmundur Atli með hjartasjúkdóm
Tekur sér frí frá fótbolta
Guðmundur Atli Steinþórsson
Guðmundur Atli Steinþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Atli Steinþórsson hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá fótbolta.

Guðmundur Atli gekk til liðs við Breiðablik fyrir þetta tímabil og hefur komið við sögu í sex leikjum í Pepsi-deild karla.

Samkvæmt frétt frá Blikum.is var þetta ákveðið eftir læknisrannsóknir, sem UEFA gerir kröfu á að allir leikmenn gangist undir í tengslum við Evrópukeppnir.

„Í kjölfar læknisrannsókna, sem UEFA gerir kröfu um að allir leikmenn undirgangist í tengslum við Evrópukeppnir sambandsins, var ákveðið að Guðmundur Atli Steinþórsson skyldi undirgangast frekari rannsóknir. Guðmundur mun gera hlé knattspyrnuiðkun þar til niðurstöður umræddra rannsókna liggja fyrir," segir í fréttinni frá Blikum.is.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks sendir Guðmundi Atla baráttukveðjur og vonast til að sjá hann aftur á vellinum sem allra fyrst."

Uppfært 14:18: Breiðablik hefur bætt við tilkynningu sína: „Það var hjartaómskoðunin hjá Guðmundi sem kom ekki nægilega vel út. Hann greindist með sjúkdómseinkenni sem þarfnast frekari skoðunar."
Athugasemdir
banner
banner