Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. júlí 2016 14:10
Magnús Már Einarsson
Annar Skoti í Keflavík (Staðfest)
Craig Reid og Stuart Carswell ásamt Jóni Benediktssyni formanni Keflavíkur.
Craig Reid og Stuart Carswell ásamt Jóni Benediktssyni formanni Keflavíkur.
Mynd: Keflavík
Keflavík hefur fengið skoska varnarmanninn Craig Reid í sínar raðir.

Eins og kom fram á Fótbolta.net fyrr í dag þá hefur Keflavík líka fengið skoska miðjumanninn Stuart Carswell til liðs við sig.

Hinn þrítugi Reid ólst upp hjá Celtic en hann spilaði bæði með St. Mirren og Dunfermline í skosku B-deildinni á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Motherwell í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann var samherji Stuart.

Keflavík mætir Leikni R. á morgun en þeir Craig og Stuart eru báðir komnir með leikheimild fyrir þann leik.

Keflavík er í 5. sæti í Inkasso-deildinni með 17 stig en einungis tvö stig eru upp í 2. sætið og sex stig í toppsætið.
Athugasemdir
banner
banner