Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
   mið 27. júlí 2016 21:56
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Hefðum getað jafnað og eitthvað blabla
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri Vals en Selfyssingar fengu tækifæri til þess að jafna í lok leiksins.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Gunni hafði mikla trú á því að liðið gæti sett jöfnunarmark í lokin.

„Já, ég hafði það. Mér fannst ótrúlega mikið drive í okkur og okkur langaði þetta hrikalega mikið. Það sauð á öllum, menn voru ferskir og það var ekki að sjá á liðinu okkar að við værum búnir að spila 90 mínútur á móti úrvalsdeildarliði."

Gunnar segir að Selfyssingar hefðu ekki átt að fá meira út úr leiknum.

„Nei ég held ekki. Þetta var mjög jafn leikur. Ef eitthvað hefði fallið fyrir okkur þá hefðum við mögulega getað jafnað í lokin og eitthvað svona blabla. Þetta var jafn og skemmtilegur leikur, Valsarar taka þetta og reyna að verja þennan titil."

Selfyssingar geta nú sett fullan fókus á Inkasso-deildina.

„Jájá, við hefðum gert það allan tímann líka. Það er eitthvað sem félagið, strákarnir og við öll eigum að fókusa á, að geta einbeitt okkur að tveimur keppnum. Það er gaman að vera með í þessu og gaman að eiga möguleika á að keppa um eitthvað alvöru."

Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar Stefán Ragnar meiddist nú á dögunum. Gunnar ætlar ekki að sækja styrkingu.


Athugasemdir
banner