Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
   mið 27. júlí 2016 21:56
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Hefðum getað jafnað og eitthvað blabla
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri Vals en Selfyssingar fengu tækifæri til þess að jafna í lok leiksins.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Gunni hafði mikla trú á því að liðið gæti sett jöfnunarmark í lokin.

„Já, ég hafði það. Mér fannst ótrúlega mikið drive í okkur og okkur langaði þetta hrikalega mikið. Það sauð á öllum, menn voru ferskir og það var ekki að sjá á liðinu okkar að við værum búnir að spila 90 mínútur á móti úrvalsdeildarliði."

Gunnar segir að Selfyssingar hefðu ekki átt að fá meira út úr leiknum.

„Nei ég held ekki. Þetta var mjög jafn leikur. Ef eitthvað hefði fallið fyrir okkur þá hefðum við mögulega getað jafnað í lokin og eitthvað svona blabla. Þetta var jafn og skemmtilegur leikur, Valsarar taka þetta og reyna að verja þennan titil."

Selfyssingar geta nú sett fullan fókus á Inkasso-deildina.

„Jájá, við hefðum gert það allan tímann líka. Það er eitthvað sem félagið, strákarnir og við öll eigum að fókusa á, að geta einbeitt okkur að tveimur keppnum. Það er gaman að vera með í þessu og gaman að eiga möguleika á að keppa um eitthvað alvöru."

Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar Stefán Ragnar meiddist nú á dögunum. Gunnar ætlar ekki að sækja styrkingu.


Athugasemdir