Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 27. júlí 2016 21:56
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Hefðum getað jafnað og eitthvað blabla
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri Vals en Selfyssingar fengu tækifæri til þess að jafna í lok leiksins.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Gunni hafði mikla trú á því að liðið gæti sett jöfnunarmark í lokin.

„Já, ég hafði það. Mér fannst ótrúlega mikið drive í okkur og okkur langaði þetta hrikalega mikið. Það sauð á öllum, menn voru ferskir og það var ekki að sjá á liðinu okkar að við værum búnir að spila 90 mínútur á móti úrvalsdeildarliði."

Gunnar segir að Selfyssingar hefðu ekki átt að fá meira út úr leiknum.

„Nei ég held ekki. Þetta var mjög jafn leikur. Ef eitthvað hefði fallið fyrir okkur þá hefðum við mögulega getað jafnað í lokin og eitthvað svona blabla. Þetta var jafn og skemmtilegur leikur, Valsarar taka þetta og reyna að verja þennan titil."

Selfyssingar geta nú sett fullan fókus á Inkasso-deildina.

„Jájá, við hefðum gert það allan tímann líka. Það er eitthvað sem félagið, strákarnir og við öll eigum að fókusa á, að geta einbeitt okkur að tveimur keppnum. Það er gaman að vera með í þessu og gaman að eiga möguleika á að keppa um eitthvað alvöru."

Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar Stefán Ragnar meiddist nú á dögunum. Gunnar ætlar ekki að sækja styrkingu.


Athugasemdir
banner
banner