Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   mán 08. ágúst 2016 22:17
Alexander Freyr Tamimi
Gary Martin: Ísland hefur gefið mér meira en England
Gary Martin yfirgefur Víking og heldur til Lilleström á láni.
Gary Martin yfirgefur Víking og heldur til Lilleström á láni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfaði Gary hjá KR.
Rúnar Kristinsson þjálfaði Gary hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji Víkings, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Lilleström á láni út tímabilið. Hann var ekki í leikmannahópi Víkings sem vann 3-1 sigur gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld en var mættur á völlinn að styðja sína menn.

Hjá Lilleström mun Gary hitta fyrir sinn gamla þjálfara frá KR, Rúnar Kristinsson, en undir hans stjórn blómstraði framherjinn í Vesturbænum. Í samtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings í kvöld kvaðst Gary vera spenntur fyrir nýju verkefni í nýju landi.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Þetta er góð tilfinning, þetta er ný áskorun og ég held að þeir muni ekki sakna mín svo mikið fyrst þeir hafa Óttar. En þetta hefur verið það sem mig hefur langað að gera í svolítin tíma og nú fæ ég tækifærið. Ég fer þangað og hlakka til að starfa með Rúnari aftur, vonandi gengur þetta vel," sagði Gary við Fótbolta.net. Hann hlakkar gríðarlega til að spila aftur undir stjórn Rúnars.

„Auðvitað er alltaf gott að hafa þjálfara sem trúir á þig, ég veit hvað hann vill og hann veit hvernig ég spila. Ég mun gefa honum allt sem ég á líkt og ég gerði alltaf hjá KR. Hann náði því besta úr mér á Íslandi og vonandi getum við endurtekið leikinn á stærra sviði. Ég kem auðvitað þangað til að hjálpa Lilleström, ekki bara spila fyrir hann, en þetta er stór áskorun og ég hlakka til."

Sannfærður um að geta staðið sig
Gary heimsótti Lilleström á dögunum og æfði með liðinu. Hann viðurkennir að aðstaðan og umgjörðin sé stærri en hann hefur kynnst á Íslandi.

„Þeir eru með betri aðstöðu en þú finnur á Íslandi, ég æfði á aðalvellinum og innanhúsvellinum og það var frábært. Öll umgjörðin er frábær og leikmennirnir eru í frábæru formi. Auðvitað þarf ég að aðlagast, ég aðlagaðist Íslandi ekki um leið en ég verð að aðlagast þarna og ég hlakka til. Þetta er risafélag í Noregi þannig ég verð að standa mig," segir Gary, sem hefur engar áhyggjur af því að hann geti ekki staðið sig vel í sterkari deild í Noregi.

„Það er enginn vafi í huga mínum, auðvitað verð ég bara að gera það sem ég geri hér á örlítið meiri hraða. Mér fannst ég standa mig vel tæknilega en auðvitað þarf maður að vera mun sterkari sem íþróttamaður í kringum þessa stráka, þeir æfa mun meira en maður gerir á Íslandi. En ég hef ekki áhyggjur, ég held ég muni standa mig, auðvitað verð ég að vinna mér inn sæti í liðinu fyrst, sem verður erfitt, en ég hef ekki áhyggjur af því. Ef ég geri bara það sem ég hef gert hér, þá ætti ég að standa mig þarna," sagði Gary og bætir því við að hann stefni enn lengra.

„Ef ég stend mig þarna get ég farið hvert sem er í heiminum, ég segi við alla vini mína að ég sé einu skrefi frá því sem mig hefur dreymt um frá 18-19 ára aldri. Ef þú stendur þig vel í Noregi getur þú farið til Hollands, Belgíu eða jafnvel Englands sem er minn draumur. Maður hefur séð íslenska stráka sem stóðu sig vel á Íslandi og fóru þangað og tættu deildina í sig. Vonandi get ég farið þangað og staðið mig vel en kannski ekki tætt deildina í mig," sagði Gary.

Á Íslandi margt að þakka
Þó Gary sé einungis lánaður til Lilleström fer hann ekki leynt með það að hann stefnir ekki aftur á að koma til Íslands. Hann er hins vegar afar þakklátur landi og þjóð.

„Ég hef ekkert of miklar áhyggjur af því að koma aftur, auðvitað vil ég koma aftur einn daginn en helst ekki í nóvember. Við sjáum til, ég stefni á að standa mig og vonandi skapa mér nafn í Noregi. Ég hef staðið mig vel hér í fimm ár og ég þarf að standa mig vel þar, við sjáum hvaða dyr opnast," sagði Gary.

„En ég er alltaf ánægður með að koma til baka, ég á Íslandi virkilega mikið að þakka, öllum félögunum sem ég hef spilað fyrir, liðsfélögum mínum, þeim sem trúðu á mig, ég á þessu landi mikið að þakka og vonandi get ég komið einhvern tíma til baka og gefið eitthvað til baka til krakkanna hérna. Ég hef öðlast gott líf hérna og lifibrauð og ég verð að sætta mig við að Ísland hefur líklega gert meira fyrir mig fótboltalega heldur en England og ég er þakklátur fyrir tækifærið," sagði Gary Martin að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner