Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. ágúst 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Milos Milojevic spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatan skorar í fyrsta leik samkvæmt spá Milos.
Zlatan skorar í fyrsta leik samkvæmt spá Milos.
Mynd: Twitter
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á morgun. Mörg lið hafa bætt vel við sig í sumar og mikil spenna er fyrir komandi tímabili.

Milos Milojevic, þjálfari Víkings R. settist í spámannssætið og spáði fyrir um leiki helgarinnar.

Hull 1 - 1 Leicester (11:30 á morgun)
Allir spá Leicester sigri en ég tippa á jafntefli.

Crystal Palace 2 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Crystal Palace er með betra lið og þeir byrja tímabilið með trompi.

Everton 2 - 3 Tottenham (14:00 á morgun)
Þetta verður markaleikur. Pochettino er einn besti stjórinn í bransanum í dag og ég spái Tottenham sigri.

Middlesbrough 0 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Þetta er sprengjuleikur sem gæti farið í allar áttir en ég held að Stoke vinni.

Southampton 3 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Serbinn, Dusan Tadic, skorar eitt.

Burnley 0 - 0 Swansea (14:00 á morgun)
Þetta verður pjúra enskur fótboltaleikur. Háir boltar og ekkert mark.

Manchester City 2 - 1 Sunderland (16:30 á morgun)
Þetta verður sigur hjá City en það verður ekki sannfærandi. Guardiola er ekki búinn að skila sinni hugmyndafræði 100%.

Bournemouth 0 - 1 Manchester United (12:30 á sunnudag)
Mourinho stimplar sig inn með því að rústa þessu 0-1. Zlatan Ibrahimovic skorar markið úr víti.

Arsenal 0 - 3 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Ég veit að ég særi marga Arsenal menn en ég hef meiri trú á Liverpool og Klopp.

Chelsea 2 - 1 West Ham (19:00 á mánudag)
Það er erfitt fyrir mig að spá því að Chelsea er mitt lið. West Ham er með mjög gott lið en ég held að Chelsea vinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner