Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. ágúst 2016 14:10
Magnús Már Einarsson
Íslensk félög fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM
Félög fá allt á bilinu 18,2 milljónir til 100 þúsund krónur
Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna.
Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna.

Hér að neðan má sjá lista yfir það hvað hvert félag fær í sinn hlut.

Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.

Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 3 ár, 2014, 2015 og 2016 eða yfir það tímabil sem Evrópumótið í knattspyrnu náði yfir. Félögum er síðan skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru 17 félög sem bestum árangri hafa náð í deildarkeppninni, í öðrum flokki 30 félögum sem þar koma á eftir og síðan er þriðji flokkurinn félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin í fyrsta flokki fá 181 m. kr. til skipta, félögin í öðrum flokki 140 m. kr. og félögin í þriðja flokki 2,8 m. kr. Félögin í fyrsta og öðrum flokki fá einnig 1 m. kr. skilyrt framlag vegna þátttöku í sérstöku unglingaþjálfaranámskeiði KSÍ (UEFA elite youth). Að lokum er úthlutað 82 m. kr. til félaga í efstu tveimur deildum karla 2016 og efstu deild kvenna 2016 vegna markaðsáhrifa Evrópumótsins. Félög í Pepsi-deild karla fá 4 m. kr., félög í Inkasso-deild karla 2 m. kr. og félög í Pepsi-deild kvenna 1 m. kr. Fjármunum sem nú er veitt til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Framlagið verður greitt til aðildarfélaga í tvennu lagi.

Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma.

Greiðslur til aðildarfélaga
Fjölnir 15.459.000
Fylkir 18.202.000
KR 17.621.000
Valur 18.202.000
Víkingur R 14.587.000
Breiðablik 18.202.000
FH 17.621.000
Stjarnan 18.202.000
ÍBV 18.202.000
ÍA 17.040.000
Keflavík 12.878.000
Víkingur Ó. 14.297.000
Þróttur R 14.878.000
Fram 12.297.000
Leiknir R 10.554.000
Selfoss 14.459.000
Þór 12.797.000
Haukar 10.551.000
HK 9.796.000
Grindavík 10.551.000
KA 11.051.000
Fjarðabyggð 9.695.000
Vestri 7.293.000
Huginn 8.034.000
Grótta 6.538.000
Leiknir F 7.682.000
ÍR 6.789.000
Afturelding 8.048.000
Njarðvík 5.531.000
Ægir 5.531.000
KF 5.531.000
Sindri 7.041.000
Tindastóll 7.041.000
Völsungur 6.538.000
Höttur 6.185.000
Dalvík/Reynir 5.027.000
Magni 4.524.000
Reynir S 4.524.000
Víðir 4.020.000
KFR 4.020.000
Einherji 5.027.000
Þróttur V 3.014.000
Álftanes 4.524.000
Hamar 3.014.000
Skallagrímur 2.510.000
Snæfell 2.510.000
Kormákur/Hvöt 2.510.000
Félag án barna og unglingastarfs, 28 félög fá samtals 2,8 milljónir, eða 100.000.- hvert félag.
Texti af heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner