HK-ingar hafa ráðið til sín Dean Martin en frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason, markvarðaþjálfari félagsins, á Twitter.
Martin verður aðstoðarþjálfari Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara HK en Kópavogsliðið situr í 9. sæti Inkasso-deildarinnar.
Martin verður aðstoðarþjálfari Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara HK en Kópavogsliðið situr í 9. sæti Inkasso-deildarinnar.
Jóhannes Karl var ráðinn þjálfari í sumar eftir að Reynir Leósson sagði upp.
Einnig verður Martin þjálfari 2. flokks og styrktarþjálfari hjá HK.
Martin var þjálfari 2. flokks Breiðabliks en hann hefur einnig starfað við þjálfun hjá ÍBV og KA.
Sem leikmaður gat hann sér gott orð með ÍA og KA og lauk ferlinum sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV 2014.
Ánægður með það sem er í gangi hjá @HK_Kopavogur Búið að ráða einn mesta fagmann sem ég hef kynnst,Dean Martin(aðst.mfl,2fl+styrtsrktarþj)⚽👊
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 16, 2016
Athugasemdir