fös 26. ágúst 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Kjartan Atli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kjartan Atli í leik með Árborg fyrir nokkrum árum.
Kjartan Atli í leik með Árborg fyrir nokkrum árum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Coutinho skorar samkvæmt spá Kjartans.
Coutinho skorar samkvæmt spá Kjartans.
Mynd: Getty Images
Zlatan verður áfram á skotskónum samkvæmt spánni.
Zlatan verður áfram á skotskónum samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Sigurður Egill Lárusson var með sjö rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Kjartan Atli Kjartansson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, settist í spádómsstólinn fyrir leiki helgarinnar.



Tottenham 1 - 1 Liverpool (11:30 á morgun)
Ótrúlega furðuleg byrjun á tímabilinu hjá Liverpool og Tottenham-menn læðast einhvernveginn af stað. Mér finnst jafntefli einhvernveginn í kortunum. Tippa á mörk frá Coutinho og Harry Kane (eftir stoðsendingu frá Viktor Wanyama)

Chelsea 2 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Eigum við ekki bara að segja að Chelsea haldi áfram á sinni braut? Diego Costa með sigurmarkið í þriðja leiknum í röð. Vona að Jói Berg fái að byrja.

Crystal Palace 1 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Palace mætir til leiks um helgina. Benteke opnar markareikninginn. Bournemouth hefur átt erfitt prógram og mæta nú Crystal Palace í ham, leiðinlegt fyrir Eddie Howe.

Everton 2 - 2 Stoke (14:00 á morgun)
Ég held að við fáum markaleik á Goodison. Tvö skemmtileg lið. Koeman fer ljómandi vel af stað með Everton - unnu iðnaðarsigur á WBA, eftir að hafa lent undir, í síðustu umferð. 4-1 tap Stoke gegn City gaf ekki rétta mynd af leiknum. Ég segi jafntefli.

Leicester 1 - 2 Swansea (14:00 á morgun)
Mér finnst Swansea-liðið vel uppsett, með Gylfa sem leikstjórnanda, hávaxinn og reyndan framherja í Llorrente og svo fullt af snöggum vængmönnum til að stinga sér inn. Held að Swansea verði gamla góða spútník lið deildarinnar.

Southampton 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
​Hinn geðþekki David Moyes nær í eitt stig. Defoe skorar fyrir Sunderland og Nathan Redmond setur hann fyrir Southampton. Bæði lið verða enn án sigurs eftir helgina.

Watford 2 - 3 Arsenal (14:00 á morgun)
​Tvö virkilega skemmtileg lið. Watford hefur bætt við sig flottum leikmönnum undanfarið. Arsenal skoraði fjögur mörk þegar liðin mættust í apríl. Nú skorar liðið þrjú en mun eiga í erfiðleikum með varnarleikinn.

Hull 0 - 2 Man Utd (16:30 á morgun)
Eins mikið og ég vil sjá Mike Phelan halda áfram að ná góðum árangri, þá get ég ekki séð annað en sigur hjá United í þessum leik. Manni finnst orðið yfir United í ár vera "óáreynilegt". Zlatan heldur áfram að skora og Martial nær að opna markareikninginn í deildinni í ár.

WBA 1 - 2 Middlesbrough (12:30 á sunnudag)
Tvö lið sem hafa spilað fínt í þessum tveimur leikjum í ár. Manni finnst Middlesborough vera góð blanda af leikmönnum. Gætu komið enn meira á óvart. Og vinna um helgina.

Man City 1 - 1 West Ham (15:00 á sunnudag)
​City fer vel af stað, hefur náð í sigra í nokkuð skrítnum leikjum. Hér fá þeir sterka hamra í heimsókn og gera jafntefli. Sterling setur hann fyrir City en minn maður frá Tyrklandi Gökhan Töre jafnar undir lokin.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner