Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 04. janúar 2005 13:59
Videohornið - Hendin á Tiago
Þá er komið að hinu sívinsæla Videohorni sem birtist hjá okkur á þriðjudögum og föstudögum. Videoin safnast saman í Videohorninu þar sem þið getið skoðað eldri myndbönd.

Við viljum þakka lesendum sem sent hafa inn ábendingar, óskir og fleira um myndböndin og hvetjum ykkur til að halda því áfram.

Myndband dagsins er af engum öðrum en Mike Riley dómara. Hann gerði líklega stór mistök þegar hann dæmdi ekki hendi á Tiago, leikmann Chelsea í leiknum gegn Liverpool á nýársdag.

Myndbandið, sem strákarnir á Sky leiða okkur í gegnum, sýnir þetta greinilega auk þess sem Riley setur flautuna í munninn og ætlar að flauta en hættir við. Að lokum kemur svo líklega það versta: Riley gefur til kynna að þetta sé "bolti í hönd" og því ætti ekki að dæma.
Við báðum dómarahornið okkar um að skilgreina "bolta í hönd". Útskýringin er svona: "Ef leikmaður er með hendina út frá líkama sínum og fær boltann í hendina þá myndi ég líklega dæma víti en ef maðurinn er með hendina upp við líkamann er mun líklegra að ég myndi sleppa þessu en það er matsatriði dómara hverju sinni.

Hvað varðar Riley þá fer maðurinn upp með hendina og slær boltann áður en mótherji nær honum, skólabókardæmi um vítaspyrnu að mínu mati og áminningu að minnsta kosti."


Smellið hér til að sjá myndbandið
Athugasemdir
banner
banner
banner