fös 09. september 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Þorgerður Katrín spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Zlatan verður í eldlínunni í Manchester slagnum á morgun.
Zlatan verður í eldlínunni í Manchester slagnum á morgun.
Mynd: Getty Images
Þorgerður Katrín hefur trú á Wenger.
Þorgerður Katrín hefur trú á Wenger.
Mynd: Getty Images
Kjartan Atli Kjartansson fékk fjóra rétta þegar hún spáði í leikina í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, stjórnmálakona, spáir í leikina að þessu sinni en hún tilkynnti í vikunni að hún ætli að ganga til liðs við stjórnmálaflokkinn Viðreisn.



Manchester United 2 - 2 Manchester City (11:30 á morgun)
Þetta er ótrúlega áhugaverður leikur, ekki bara út af leikmönnunum heldur út af þessu klikkuðu sjarmatröllum sem eru á hliðarlínunni. Þetta verður opinn og skemmtilegur leikur svo lengi sem Zlatan fer ekki á taugum og verður pirraður.

Arsenal 3 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta verður nokkuð sannfærandi. Wenger er mikill snillingur og þó að margir telji að hann sé búinn og eigi að fara þá er hann flinkur. Hann á eftir að ná meira úr Arsenal á næstunni heldur en áður.

Bournemouth 1 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Þetta eru ekki leikur sem maður er mikið að hugsa um.

Burnley 2 - 1 Hull (14:00 á morgun)
Jói Berg spilar hluta leiksins.

Middlesbrough 0 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Palace vinnur útisigur.

Stoke 1 - 2 Tottenham (14:00 á morgun)
Ég held að Tottenham muni núna sýna skemmtilegar hliðar og taka þennan leik.

West Ham 3 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Þetta verður frekar auðvelt hjá West Ham.

Liverpool 2 - 1 Leicester (16:30 á morgun)
Þetta verður taugatrekkjandi leikur í byrjun en mínir menn komast í gang eftir að hafa hrist af sér taugaspennuna. Adam Lallana skorar bæði mörkin.

Swansea 1 - 1 Chelsea (14:00 á sunnudag)
Gylfi mun eiga góðan leik. Hann skorar ekki en verður með stoðsendinguna.

Sunderland 0 - 1 Everton (19:00 á mánudag)
Ég hef mikla trú á Ronald Koeman. Hann hefur gert þokkalega fína hluti þar sem hann hefur komið.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner