Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 10. september 2016 19:34
Magnús Már Einarsson
Milos: Fókusinn meiri á Bieber en leiknum
Milos var ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld.
Milos var ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., var ómyrkur í máli eftir 2-1 tap liðsins gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld. Milos var meðal annars ósáttur við sigurmarkið sem Martin Lund Pedersen skoraði eftir einstaklingsframtak á vinstri kantinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Fjölnir

„Fyrir mér það óskiljanlegt að maður labbi einn á móti tveimur og skori mark. Báðir menn voru ekki tilbúnir og markmaðurinn er ekki tilbúinn því hann veit hvar hann getur skotið. Ef fókusinn er meira á Bieber en leik þá er þetta þannig," sagði Milos en nokkrir leikmenn úr báðum liðum voru á tónleikum Justin Bieber í gær.

„Þeir voru líka á Bieber í gær en þeir gátu kúplað sig úr þessu og snúið sér að fótboltaleiknum en við ekki. Ég er ekkert að kenna Bieber um. Það vantar herslumuninn. Þeir eru með betri menn í fleiri en einni stöðu og það réði úrslitum í dag."

Dofri Snorrson slapp í gegn í síðari hálfleik og skaut framhjá en Óttar Magnús Karlsson var með honum í þeirri sókn og hefði mögulega getað fengið boltann fyrir opnu marki.

„Í færunum sem við fáum þá var tvisvar hugsað meira um eigið egó heldur en að vinna fyrir liðið. Þegar þú gefur ekki allt í verkefnið sem þú ert í þá uppskerðu ekkert."

„Það kom í ljós að gæðin eru ekki meiri og þeir áttu sigurinn skilið," sagði Milos einnig ósáttur í viðtalinu hér að ofan.

„Það eru menn sem ætla sér mikið en gera lítið og hanga í liðinu á alls konar ástæðum. Þetta er engum öðrum að kenna en mér."

„Ég er óánægður með sjálfan mig. Þetta er engum öðrum að kenna nema mér. Ég valdi þennan hóp og ég þjálfa þennan hóp og set menn í liðið. Ég get ekki kennt neinum um. Þeir þurfa að laga ákveðna hluti. Ef þeir gera það þá er það fínt en ef ekki þá er það líka fínt. Þeir velja sjálfir hvort þeir vilja vera fótboltamenn eða finna sér nýja vinnu,"
sagði Milos.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner