Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 06. janúar 2005 07:16
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Sigurvin Ólafsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Að þessu sinni er það Sigurvin Ólafsson 28 ára miðjumaður úr KR sem sýnir á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Sigurvin fór ungur til Þýskalands og var í herbúðum Stuttgart þangað til hann fór aftur árið 1997 til uppeldisfélagsins ÍBV.

Árið 1999 fór Sigurvin í Fram og um haustið 2000 fór hann í KR. Sigurvin hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og alls sex A-landsleiki. Hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum með KR í efstu deild síðastliðið sumar en hann hefur skorað alls 25 mörk í 93 leikjum í efstu deild.


Fullt nafn: Sigurvin Ólafsson

Gælunafn: Venni

Aldur: 28

Giftur / sambúð? Lofaður
Börn: Ekki enn

Hvað eldaðir þú síðast? Mat fyrir sjálfstæða Íslendinga

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni og piparost

Hvernig gemsa áttu? Nokia

Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpsons, Office, og annað gott grín.

Besta bíómyndin? Ótal margar, t.d. Godfather serían, Raging Bull, Shawshank, Gaukshreiðrið, Clockwork Orange ofl,ofl.

Hvaða tónlist hlustar þú á? Melódískt rokk og klassík.

Uppáhaldsútvarpsstöð: Skonrokk og Saga

Uppáhaldsdrykkur: Bjór og vatn

Uppáhalds vefsíða? Engin

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei, en ef vel gengur þá reyni ég að halda hlutunum eins

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Vinna hann

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Of mikil pressa að spila í Kólumbíska landsliðinu.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ekkert sérstakt, bara allir þessu klassísku.

Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfur.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Yngra liðið á æfingum, þeim er fyrirmunað að næla í sigur gegn okkur eldri.

Besti samherjinn? Margir góðir, Gummi Ben, Tryggvi Guð, Hemmi, Veigar, Stjáni Finnboga, Kristján Örn og fleiri.

Sætasti sigurinn? Þyrluleikurinn 2002, og þegar við eyjamenn svo gott sem tryggðum okkur titilinn á KR-velli 1997, 2-3.

Mestu vonbrigði? Að missa af svona mörgum leikjum.

Uppáhaldslið í enska boltanum? Man Utd

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Enginn sérstakur

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Ásgeir og Eiður.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Elmar KR-ingur (skoti), en fljótlega kemur Guðjón Ólafsson og tekur við því hlutverki.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Kristján Finnbogason

Fallegasta knattspyrnukonan? Gunnar Einarsson

Besti íþróttafréttamaðurinn? Allir alveg ágætir

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Allir alveg ágætir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Sveddi Biff, með yfirburðum.

Hefurðu skorað sjálfsmark? Það fallegasta

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Tómas Ingi skaut yfir á Valbjarnarvellinum og boltinn endaði á Nings á Suðurlandsbraut. Það var rosalega fyndið, við hlógum allir geðveikt.

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 1993 með ÍBV, kom inná á móti FH þar sem Tryggvi Guð settann í vinkilinn og Höddi Magg jafnaði í lokin.

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Bara alveg ljómandi þakka þér

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Annað slagið

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Stytta hálfleikshléið um helming.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Elvis

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Allan daginn

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Muhammed Ali

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Svona lauslega með flest öllu.

Hver er uppáhalds platan þín? Grace með Jeff Buckley

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Síðasta haust

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Sundi
Athugasemdir
banner
banner
banner