Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. september 2016 21:10
Magnús Már Einarsson
Íslandsmeistari lifir á plöntufæði: „Smá forskot á aðra"
Bergsveinn Ólafsson varnarmaður FH.
Bergsveinn Ólafsson varnarmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bergsveinn vinnur skallabolta.  Emil Pálsson fylgist með.
Bergsveinn vinnur skallabolta. Emil Pálsson fylgist með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH, ákvað fyrir ári síðan að breyta mikið til í mataræði sínu mikið og lifa einungis á plöntufæði. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH í sumar og hann var í viðtali á Fótbolta.net fyrr í dag þar sem hann talaði um mataræðið.

„Ég er búinn að fá viðurnefnin Bauna Beggi og Veggi. Ég er á sérfræði og mér líður vel á því," sagði Bergsveinn í viðtali við Fótbolta.net.

„Fyrir ári síðan las ég mig aðeins til um þetta, horfði á heimildarmyndir og hlustaði á podcast hjá varnarmanni í NFL sem er 300 pounds (136 kíló). Ég las að plöntufæði gæfi aukna orku og maður væri fljótari að jafna sig eftir æfingar."

„Ég æfi þokkalega stíft og mér fannst áhugavert að taka þennan pól á þetta. Mér finnst ég vera orkumikill og mér finnst ég geta haft smá forskot á aðra með því að vera á þessu. Ég er ekki hæfileikaríkasti leikmaður í heimi en ég hef unnið fyrir mörgum hlutum. Þetta er klárlega eitt af því sem hefur hjálpað mér."


Orkumeiri á æfingum
Bergsveinn segist hafa fundið breytingu á sér eftir að hann breytti um mataræði.

„Fyrir ári síðan var maður oft þreyttur fyrir æfingar en núna finnst mér ég alltaf vera með orku í æfingar og mér finnst ég vera orkumeiri. Ég er ánægður með þessa ákvörðun í dag."

„Það halda allir að maður sé bara að borða gras og fái ekki nóg prótein. Fólk á eftir að kynna sér þetta betur. Það er hægt að borða nóg og það er hægt að fá nóg af próteini."

Býr til tveggja lítra smoothie daglega
Hinn 24 ára gamli Bergsveinn tók með sér sérstaka fæðu til Spánar þegar FH-ingar voru þar í æfingaferð í vor en hvaða mat borðar hann á venjulegum degi?

„Ég bý alltaf til tveggja lítra smoothie á hverjum degi sem ég set allan andskotann í. Grænkál, 4-5 banana, mikið af fræum, hveitigrasi og fullt af hlutum sem þið hafið kannski ekki heyrt um. Ég borða líka mikið á Gló og fer þangað nánast á hverjum degi. Ég á kærustu sem er líka í þessu og hún er dugleg að elda fyrir mig, bollur, tófú, buff, núðlurétti, curry og svo mætti lengi telja."

„Beggi einstakur þegar kemur að aga"
Emil Pálsson liðsfélagi Bergsveins segir að aðrir leikmenn FH séu ekki líklegir til að feta í fótspor Bergsveins og lifa á plöntufæði.

„Ég held að það sé enginn nógu klikkaður og tilbúinn að leggja það á sig. Beggi er einstakur þegar kemur að aga. Þú þarft að vera mjög agaður ef þú ætlar að gera þetta. Það er fullt af hlutum sem þú þarft að sleppa þó að þig langi mikið að fá þér þá. Ég held að það séu ekki fleiri í FH en Beggi sem eru tilbúnir að leggja það á sig," sagði Emil en Bergsveinn segir á köflum erfitt að geta ekki borðað annað en plöntufæði.

„Eftir leikinn úti á móti Dundalk var tilbúin steik og kartöflur fyrir alla í liðinu en ég fékk mínar baunir. Stundum langar manni í eitthvað annað en það er ekki oft. Það er gaman að þessu," sagði Bergsveinn að lokum.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergsvein og Emil í heild. Umræðan um plöntufæðið hefst á 12 mínútur og 10 sekúndur.
Beggi og Emil í löngu viðtali: Fagnað á klósettinu og í Krónunni
Athugasemdir
banner
banner
banner