Markvörðurinn Kristijan Jajalo hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík. Hann verður því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.
„Ég er mjög ánægður með að geta greint frá því að ég hef gert nýjan tveggja ára samning við félag mitt #umfgrindavík. Þakkir til allra leikmanna, þjálfara og stjórnarinnar," sagði Jajalo á Instagram.
„Ég er mjög ánægður með að geta greint frá því að ég hef gert nýjan tveggja ára samning við félag mitt #umfgrindavík. Þakkir til allra leikmanna, þjálfara og stjórnarinnar," sagði Jajalo á Instagram.
Kristijan er 23 ára gamall en hann er frá Bosníu-Hersegóvínu.
Hann kom til Grindvíkinga í júlí og hjálpaði liðinu að komast upp úr Inkasso-deildinni.
Maciej Majewski, markvörður Grindvíkinga, sleit hásin fyrir tímabilið og þá kom Anton Ari Einarsson til félagsins á lani frá Val.
Anton Ari var kallaður til baka í Val í byrjun móts og þá kom Hlynur Örn Hlöðversson á láni frá Breiðabliki. Kristijan tók stöðu hans síðan í júlí.
Athugasemdir