Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. september 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Will Daniels framlengir við Grindavík - Oliveira á förum
Will Daniels.
Will Daniels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við framherjann Will Daniels.

Um helgina gerði markvörðurinn Kristijan Jajalo nýjan tveggja ára samning við Grindavík og Will hefur gert slíkt hið sama.

Hinn 25 ára gamli Will skoraði sex mörk í sautján leikjum þegar Grindavík komst upp úr Inkasso-deildinni í sumar.

Will spilaði með Ægi í 2. deildinni í fyrra en hann gekk til liðs við Grindavík í vor.

Ljóst er að brasilíski kantmaðurinn Josiel Alves De Oliveira verður ekki áfram hjá Grindavík en hann spilaði einungis níu leiki í sumar.

Spænski miðjumaðurinn Rodrigo Gomes Mateo á tvö ár eftir af samningi sínum en að sögn Óla Stefáns Flóventssonar, þjálfara Grindavíkur, er ekki ljóst hvort spænsku leikmennirnir Juan Ortiz Jimenez og Fransisco Eduardo Cruz verði áfram hjá liðinu.

Juan er sóknarmaður sem skoraði fimm mörk í sautján leikjum í sumar. Eduardo er varnarmaður en hann spilaði nítján leiki og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner