fim 29. september 2016 18:20
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lárus Orri og Kristján Örn taka við Þór (Staðfest)
Kristján Örn og Lárus Orri við undirskriftina.
Kristján Örn og Lárus Orri við undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Aron Elvar Finnsson
Lárus Orri Sigurðsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Þór Akureyri og mun hann taka að sér að þjálfa meistaraflokk félagsins.

Bróðir hans, Kristján Örn Sigurðsson verður spilandi aðstoðarþjálfari ásamt því að hann mun þjálfa 2. flokk félagsins.

Þeir taka við af Halldóri Jóni Sigurðssyni sem hætti með liðið eftir að það endaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar um síðustu helgi.

Lárus Orri þekkir vel til Þórs en hann lék með liðinu bæði áður en hann varð atvinnumaður og eftir að atvinnumannaferlinum lauk. Lárus tók svo við þjálfun liðsins en hann þjálfaði Þór í fjögur ár eða frá 2006-2010. Hann spilaði 42 landsleiki á ferlinum ásamt því að hann þjálfari KF frá 2011-2013.

Kristján Örn var einnig atvinnumaður og lengst af með Brann í Noregi þar sem hann varð norskur meistari árið 2007. Kristján lagði skóna á hilluna árið 2014 en hann ætlar að taka þá upp á nýjan leik og spila með liðinu, næsta sumar. Kristján á 53 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner