Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 30. september 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Viðars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pogba fer úr axlarlið í fagninu samkvæmt spánni.
Pogba fer úr axlarlið í fagninu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Páll Magnússon var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, spáir í leikina að þessu sinni. Davíð tekur á móti Íslandsmeistaratitlinum með FH á morgun.

Everton 2 - 0 Crystal Palace (19:00 í kvöld)
Ég bara get ekki ímyndað mér hvernig þessi leikur fer. Anton Ingi Leifsson fjölmiðlafulltrúi FH segir 2-0 Everton, ég þori ekki öðru.

Swansea 2 - 2 Liverpool (11:30 á morgun)
Gylfi skorar tvö í 2-2 jafntefli þar sem Klopp staðgreiðir okkar mann á staðnum.

Hull 2 - 3 Chelsea (14:00 á morgun)
Chelski að byrja hræðilega, Ivanovic hleypur 3 kílómetra á meðan Cahill missir hann 4 sinnum undir sig. Það kemur þó ekki að sök þar sem Chelsea tekur þetta.

Sunderland 0 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Þyrfti að fá frían sportpakka út ævina til þess að horfa á þennan leik.

Watford 2-0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Watford eru skemmtilegir með Walter Mazzarri við stjórnvölinn. Isaac Success mun minna á sig með marki.

West Ham 1 - 0 Middlesbrough (14:00 á morgun)
Bilic lætur menn bara fá sér ef það er eitthvað vesen, króatíski stíllinn er að kveikja í mér.

Man Utd 1 - 0 Stoke (11:00 á sunnudag)
Pogba "dabar" of fast og fer úr axlarlið eftir að hafa skorað sigurmarkið.

Leicester 3 - 0 Southampton (13:15 á sunnudag)
Red Bull og skittles Vodki er eitthvað sem getur ekki klikkað, 3-0 Vardy með öll.

Tottenham 3 - 3 Man City (13:15 á sunnudag)
Hvað skal segja, 3-3 og allir sáttir.

Burnley 4 -1 Arsenal (15:30 á sunnudag)
Arsenal búnir að vera geggjaðir. 4-1 og Nacho Monreal með tvö.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner