Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. október 2016 15:00
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi-deildar kvenna 2016
Harpa Þorsteinsdóttir, markahæst og best í deildinni.
Harpa Þorsteinsdóttir, markahæst og best í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif er í úrvalsliðinu.
Arna Sif er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Gutierrez er í úrvalsliði ársins.
Sandra Gutierrez er í úrvalsliði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net hefur valið úrvalslið Pepsi-deildar kvenna fyrir sumarið 2016. Íslandsmeistarar Stjörnunnar eiga flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra.


Berglind Hrund Jónasdóttir - Stjarnan
Fékk traustið hjá Stjörnunni eftir að hafa verið varamarkvörður liðsins síðustu fjögur tímabil. Fékk næst fæst mörkin á sig í deildinni. Framtíðarmarkvörður Íslands.

Ana Victoria Cate - Stjarnan
Virkilega stöðugur hægri bakvörður sem tekur virkan þátt í sóknarleik Stjörnunnar. Kraftur og barátta einkennir hana. Fjórði markahæsti leikmaður Stjörnunnar í deildinni.

Natasha Anasi - ÍBV
Kletturinn í vörn Eyjastelpna í sumar. Grjóthörð og gríðarlega mikilvæg í vörn ÍBV. Byrjar margar sóknir ÍBV með góðum sendingum úr öftustu línu. Öflug í teig andstæðingana.

Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur
Glímdi við meiðsli fyrir tímabilið. Kom inn í Valsliðið 6. umferð og eftir það fékk liðið á sig 11 mörk í þrettán leikjum. Stór og stæðileg og erfitt að eiga við. Öflug í loftinu.

Hallbera Guðný Gísladóttir - Breiðablik
Yfirburðar vinstri bakvörður í deildinni og með Fanndísi fyrir framan sig mynda þær öflugasta teymi bakvarðar og kantmanns í efstu deild síðustu ára. Lagði upp heilan helling af mörkum í sumar. Sjö sinnum í liði umferðarinnar.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - Stjarnan
Frábær fengur fyrir Stjörnuna að fá hana fyrir tímabilið. Mikill kraftur í henni á miðjunni og skapaði helling fram á við. Með stórhættulegan vinstri fót og með góða boltatækni. Fimm sinnum í liði umferðarinnar. Varð fyrir því óláni að slíta krossband í 13. umferðinni.

Lára Kristín Pedersen - Stjarnan
Var mjög öflug á miðjunni hjá Íslandsmeisturunum. Missti talsvert út vegna meiðsla en var frábær í þeim tólf leikjum sem hún spilaði. Samtals fimm sinnum í liði umferðarinnar.

Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur
Endaði með silfurskóinn í lok sumars með 14 mörk. Virkilega mikilvæg Valsliðinu í sumar. Tekur mikið til sín og vinnur mikið fyrir liðið. Frábært fyrir deildina að fá hana aftur.

Cloe Lacasse - ÍBV
Augnarkonfekt að fylgjast með henni þegar leikur sér með boltann. Potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV í sumar. Sex sinnum í liði umferðarinnar.

Harpa Þorsteinsdóttir - Stjarnan
Hvað getur maður sagt? Gullskórinn var hennar, frá fyrsta degi. Skoraði þrennu í fyrsta leik og það var ekki aftur snúið þangað til að hún varð orðin ólétt. Átta sinnum í liði umferðarinnar, 20 mörk í 16 leikjum, Íslandsmeistari og ólétt. Lífið leikur við hana. Sú besta í deildinni að mati Fótbolta.net og fleiri.

Sandra Stephany Gutierrez - Þór/KA
Þvílíkur happafengur fyrir Þór/KA að fá aðra Söndru í liðið. Sandra Mayor og Sandra María mynduðu eitt sterkasta sóknartvíeyki í deildinni í sumar. Skoraði 12 mörk og mörg þeirra glæsileg. Söndurnar tvær skoruðu 21 af 38 mörkum Þórs/KA í deildinni.

Varamenn:
Jeanette Williams - FH
Lillý Rut Hlynsdóttir - Þór/KA
Málfríður Erna Sigurðardóttir - Breiðablik
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - Stjarnan
Fanndís Friðriksdóttir - Breiðablik
Elín Metta Jensen - Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner