Milos Milojevic verður líklega áfram þjálfari Víkings Reykjavíkur á næsta tímabili.
„Þetta kemur í ljós í vikunni. Ég er að fara út á námskeið á laugardaginn en ég reikna með að allt verði á hreinu fyrir það," sagði Milos við Fótbolta.net í dag.
„Ég held að það sé vilji hjá báðum aðilum. Við þurfum að setjast niður í vikunni, skoða markmið og sjá hvort við séum á sömu línu."
Milos tók einn við Víkingi um mitt sumar árið 2016 en hann hafði áður þjálfað liðið með Ólafi Þórðarsyni.
Í sumar endaði Víkingur í 7. sæti í Pepsi-deildinni en liðið lagði Þrótt R. í lokaumferðinni um helgina.
Athugasemdir